Helluflísar
Helluflísar sameina kosti flísa og garðhellna.
Þær eru 2 cm þykkar, með yfirborði sem hefur háan hálkustuðul. Yfirborðið þeirra er líka mjög vel lokað, nokkuð sem gerir að gróður og mosi festst síður í þeim. Hægt er að leggja þær beint í jarðveg eins og hefðbundnar hellur(með sömu undirvinnu), líma niður eins og venjulegar flísar, eða notast við Solidor undirkerfin, sem til eru tveim útfærslum, plast undirstöður og álprófílar, bæði kerfin er auðveld í notkun.