Viðarparket

Fljótandi spónlagt viðarparket er sú tegund af parketi sem verður hvað oftast fyrir valinu hjá fólki sem er að parketleggja hjá sér híbýlin. Þetta er í flestum tilfellum 14 mm, þriggja laga krosslímt efni þar sem efsta lagið er í kringum 3-4 mm. Þessi tegund af parketi gefur möguleika á að það sé pússað upp 2-3 sinnum þegar það er farið að láta á sjá og yfirborðsmeðhöndlað með lakki eða parketolíu.

Boen Oak Select Prestige Herringbone

Boen Oak Select Prestige Herringbone

Parketið kemur undantekningalaust tilbúið til lagningar og er það fáanlegt bæði lakkað og olíuborið þó lakkað sé í miklum meirihluta.

Við hjá Harðviðarval bjóðum uppá breytt úrval af spónlögðu parketi frá Skandinavíska framleiðandanum Boen.
Boen er einn stærsti framleiðandi af nútíma spónlögðu viðarparketi og því erum við hjá Harðviðarval stolt að geta boðið uppá vörur frá þessum gæðamikla framleiðanda.
Hér getur þú kynnt þér nýjasta bæklinginn frá Boen. Smelltu hér til að komast á heimasíðu Boen.
Boen Oak Chalet White

Boen Oak Chalet White

Boen Oak Tobacco, Urban Contrast

Boen Oak Tobacco, Urban Contrast