Plastparket

Plastparket er að megninu til gert úr HDF efni. Ofan á þetta mjög svo harða efni er síðan pressuð filma með mynd af þeirri viðartegund sem líkja á eftir. Þar fyrir ofan er síðan sterk filma sem þolir mikið álag. Það eru svo sannarlega fjöldinn allur af ástæðum fyrir því að þú ættir að velja þér plastparket t.d. þolir það vel högg, er mjög rispuþolið, ódýrt, smellt saman (ekkert lím), upplitast ekki,  svo mætti lengi telja. Ef þú villt hinsvegar vandaðri útgáfu af plastparketi þá bendum við þér á að kynna þér harðparket.