Harðviðarval býður vandaðar flísar frá ítölskum, og tyrkneskum fyrirtækjum sem hafa framleitt flísar í áratugi. Verksmiðjur þessara framleiðenda eru valdar í samvinnu við fagaðila sem hafa mikla reynslu af því að velja hágæða flísar í 1. flokks gæðum þar sem háþróuð framleiðslukerfi tryggja hámarks vöruvöndun og hagkvæmni í framleiðsluferlinu öllu.
Flaviker er eitt af þekktari vörumerkjum í leirvöruframleiðslu í heiminum í dag. Fyrirtækið hefur unnið sér góðan orðstír fyrir gæðavörur, bæði tæknilega og listrænt. Markmið fyrirtækisins er hágæðaflísar, jafnt til nota fyrir almenning og arkitekta, auk þess sem stefnt er sífellt hærra í þróun, gæðum og þjónustu. Árangur fyrirtækisins byggist á þróun og rannsóknum. Það er á rannsóknarstofunum sem tæknin og mannlegt hugvit renna saman í eitt í nýrri vöru. Þróunardeildir þar sem stöðugt er unnið að rannsóknum og tilraunum, er sannkallað hjarta fyrirtækisins. Það er þar sem nýjungarnar eru skoðaðar, metnar og vegnar. Að lokum þegar varan hefur verið prófuð og vottuð samkvæmt alþjóðlegum stölum er hún tilbúin á markað kröfuharðra neytenda.